Home Fréttir Í fréttum Þungi af steypu og torfi meiri en þakið þolir

Þungi af steypu og torfi meiri en þakið þolir

105
0
Mynd: mbl.is/Hallur Már

Tvær verk­fræðistof­ur, Verkís og VSÓ, hafa skilað skýrslu til Reykja­vík­ur­borg­ar vegna galla sem komu upp í Brákar­borg, nýj­um leik­skóla við Klepps­veg 150-152.

<>

Þar kem­ur fram að ekki voru sett­ar stoðir und­ir þak­plöt­urn­ar þegar steypt var og ekki var sett steypustyrkt­ar­járn í teng­ing­ar milli plötu og ásteypu­lags. Það er því mat Verkís að ásteypu­lagið hafi ekki aukið styrk plöt­unn­ar held­ur virki þung­inn ein­ung­is sem álag á plöt­una. Því til viðbót­ar var sett torf á þakið.

For­saga máls­ins er sú að rúm tvö ár eru síðan nýi leik­skól­inn var opnaður og mikl­ar vænt­ing­ar voru bundn­ar við hús­næðið. Í sept­em­ber 2022 fékk Reykja­vík­ur­borg viður­kenn­ing­una Grænu skófl­una fyr­ir bygg­ingu skól­ans en þau eru veitt fyr­ir mann­virki sem byggð hafa verið með framúrsk­ar­andi vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um.

Dag­ur B. Eggerts­son þáver­andi borg­ar­stjóri sagði er hann tók við Grænu skófl­unni að viður­kenn­ing­in staðfesti allt það sem lá til grund­vall­ar ákvörðun þeirra á sín­um tíma og sýni hvernig hægt sé að end­ur­byggja göm­ul hús og veita þeim nýtt hlut­verk á um­hverf­i­s­væn­an hátt.

Í skýrslu Verkís kem­ur fram að reiknað álag frá ásteypu­lag­inu og torf­inu sé mun meira en upp­gefið notálag sem til­greint er á teikn­ing­um og plöt­urn­ar hannaðar fyr­ir. Niður­stöður út­reikn­inga gefi til kynna að reiknað álag á burðar­virki þakplatn­anna sé um­fram álagsþol þeirra, reiknað sam­kvæmt gild­andi stöðlum.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is