Home Fréttir Í fréttum Nýjar byggingar seljast síður

Nýjar byggingar seljast síður

33
0
mbl.is/Baldur Arnarson

Ódýr­ar íbúðir í eldra hús­næði selj­ast hratt, en illa geng­ur að selja dýr­ar íbúðir í ný­bygg­ing­um. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) sem birt var í vikunni.

<>

Að und­an­förnu hef­ur mik­ill fjöldi ný­bygg­inga komið inn á markaðinn.

Kári S. Friðriks­son, hag­fræðing­ur í Ari­on grein­ingu, seg­ir að skýrsl­an renni stoðum und­ir grun sem hann hafi lengi haft.

„Und­an­farið hef­ur verið þétt setið um ódýr­ar íbúðir og nú sjá­um við að það gangi erfiðleg­ar að selja ný­bygg­ing­ar en eldri íbúðir. Maður heyr­ir það frá fast­eigna­söl­um að flest­ar íbúðir selj­ist á end­an­um í dag ef þær eru á skyn­sam­legu verði,“ seg­ir Kári og bæt­ir við að það séu lánþega­skil­yrði Seðlabank­ans sem hafi tak­mark­andi áhrif á kaup­getu fólks.

Ari­on banki gaf á dög­un­um út Hagspá sína fyr­ir árin 2024-2027. Þar kem­ur fram að fast­eigna­verð muni að öll­um lík­ind­um lækka að raun­v­irði næstu miss­er­in. Nafn­verðslækk­an­ir séu ólík­leg­ar en ekki úti­lokaðar að mati grein­enda hjá Ari­on banka.

Hlut­deild­ar­lán­in hafi áhrif

Á dög­un­um var kynnt að auk­in fjár­veit­ing færi í hlut­deild­ar­lán­in. Stutt er síðan íbúðamarkaður­inn tók kipp, eða í júní í fyrra eft­ir að skil­yrðin fyr­ir veit­ingu hlut­deildalána voru rýmkuð.

„Það verður áhuga­vert að sjá hvort slíkt end­ur­taki sig og hvort þessi aukna fjár­veit­ing muni halda lífi í fast­eigna­markaðnum,“ seg­ir Kári.

Eft­ir því sem verðmæti fast­eigna hef­ur auk­ist hef­ur hlut­fall skulda af eign­um farið minnk­andi. Í fyrra var hlut­fall heim­ila sem skulda 75% eða meira af því sem þau eiga það lægsta í að minnsta kosti 16 ár, að því er fram kem­ur í skýrslu HMS. Þar kem­ur einnig fram að batn­andi eig­in­fjárstaða hef­ur gefið heim­il­um sem kom­in eru á fast­eigna­markað aukið veðrými til frek­ari skuld­setn­ing­ar.

Skil­yrði Seðlabank­ans um há­mark á greiðslu­byrði lána halda hins veg­ar aft­ur af frek­ari skuld­setn­ingu þessa stund­ina, en bú­ast má við verðhækk­un­um á hús­næðismarkaði vegna auk­inn­ar skuld­setn­ing­ar ef slakað verður á skil­yrðunum í nú­ver­andi ástandi.

Seðlabank­inn lækkaði stýri­vexti um 25 punkta á síðasta fundi Pen­inga­stefnu­nefnd­ar og gera grein­end­ur ráð fyr­ir að stýri­vext­irn­ir muni lækka enn frek­ar á kom­andi mánuðum. Kári bend­ir á að jafn­vel þótt stýri­vext­ir lækki séu raun­vext­ir enn háir.

„Það eru verðtryggðu vext­irn­ir á íbúðalán­un­um sem skipta höfuðmáli núna. Mig grun­ar að kóln­un verði á markaðnum næstu miss­eri; það mikla líf sem hef­ur ein­kennt markaðinn und­an­farið hef­ur komið mér á óvart,“ seg­ir Kári.

Verðþrýst­ing­ur á íbúðamarkaði

Tölu­verður verðþrýst­ing­ur mæl­ist á íbúðamarkaði. Hlut­fall íbúða sem seld­ust yfir ásettu verði mæld­ist 18,9% í ág­úst en hlut­fallið var 17,5% í júlí og hef­ur verið yfir 17% síðan í mars á þessu ári.

„Þeir þætt­ir sem hafa áhrif eru að íbúðum hef­ur ekki fjölgað jafn­hratt og íbú­um, mik­il fólks­fjölg­un, aðflutn­ing­ur inn­flytj­enda og breytt fjöl­skyldu­mynst­ur. Þess­ir þætt­ir valda því að þörf er á fleiri íbúðum en áður,“ seg­ir Kári og bend­ir á að nýj­um íbúðum fjölgi hraðar í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­um höfuðborg­ar­svæðis­ins, en eft­ir­spurn­in sé meiri á höfuðborg­ar­svæðinu sjálfu.

„Það er mik­il sam­keppni um þær íbúðir og við ger­um ráð fyr­ir að verð á þeim geti hækkað þegar lána­skil­yrði vænkast og því verður kóln­un á fast­eigna­markaði aðeins tíma­bund­in,“ seg­ir Kári.

Sam­hliða hærri verðtryggðum vöxt­um hef­ur greiðslu­byrði fast­eigna­verðs miðað við verðtryggða vexti hækkað á síðustu mánuðum. Sú greiðslu­byrði hef­ur ekki verið jafn­mik­il frá ár­inu 2009, þegar verðtryggðir vext­ir á hús­næðislán­um hækkuðu vegna geng­is­hruns og verðbólgu­skots eft­ir fjár­mála­hrunið árið 2008.

Kári bend­ir á að þrátt fyr­ir það hafi skuld­astaða heim­ila sjald­an verið minni og und­ir­liggj­andi þætt­ir valdi því að fjöl­skyld­ur hafi burði til að taka meiri lán og kaupa á hærra verði.

Heimild: Mbl.is