Home Fréttir Í fréttum Ósáttur pípari leitar ráða því hann borgar allt of mikinn skatt

Ósáttur pípari leitar ráða því hann borgar allt of mikinn skatt

84
0
Eymundur Sveinn Einarsson, endurskoðandi hjá Endurskoðun og ráðgjöf, svarar spurningum lesenda Smartlands.

Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun og ráðgjöf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá píp­ara sem er ósátt­ur við hvað end­ur­skoðand­inn hans læt­ur hann borga mikla skatta. Hvað er til ráða?

<>

Ég er píp­ari og það geng­ur ógeðslega vel. Hins veg­ar er end­ur­skoðand­inn minn að láta mig greiða ógeðslega mikið í skatta, bæði tekju­skatt og virðis­auka­skatt. Mér finnst hann al­veg í rugl­inu. Það fer bók­staf­lega allt í skatt. Hvernig get ég lækkað skatt­ana?

Kveðja, 

KP

Jæja.

Fyrst verð ég að benda þér á þá staðreynd að skatt­ar eru ein­fald­lega ákveðið hlut­fall af hagnaði þínum. Eft­ir því sem bet­ur geng­ur færðu meiri hagnað og þar af leiðandi greiðir þú hærri skatta. Það fer aldrei „allt í skatt“ – en tekju­skatt­ar liggja í kring­um 40% (ekki 100%)

Sama á við um virðis­auka­skatt. Þú ert í sjálfu sér ekki að greiða krónu í virðis­auka­skatt. Kerfið okk­ar virk­ar þannig að þú inn­heimt­ir gjald fyr­ir þína þjón­ustu, bæt­ir virðis­auka­skatti ofan á og skil­ar hon­um. Þannig að þú í sjálfu sér ert ekki að borga virðis­auka­skatt­inn held­ur kúnn­inn.

Hins veg­ar er ekk­ert mál að lækka tekju­skatt. Það get­ur þú t.d. gert með því að lækka út­selt verð veru­lega, eða gefið viðskipta­vin­um þinum veru­lega af­slætti og jafn­vel beðið birgja þína um að fella niður af­slætti al­farið á þig.

Þannig get­ur þú núllstillt af­kom­una þína, haft eng­an hagnað, eng­inn skatt­ur og all­ir kát­ir. Ef þú nærð ekki að núllstilla þig svona get­ur þú líka beðið þenn­an ágæta end­ur­skoðanda þinn sem er ekk­ert að gera annað en að vinna vinn­una sína að hækka taxt­ann á þig veru­lega þannig að þú jafn­vel lend­ir í tapi með þenn­an rekst­ur hjá þér.

Kveðja,

Ey­mund­ur

Heimild: Mbl.is/Smartland