Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Innri frágangur á 5. og 6. hæð meðferðarkjarna Nýs Landspítala

Opnun útboðs: Innri frágangur á 5. og 6. hæð meðferðarkjarna Nýs Landspítala

804
0
Mynd: NLSH ohf.

Í dag voru opnuð tilboð í lokuðu útboði nr. I 4066 sem lýtur að innri frágangi á 5. og 6. hæðum meðferðarkjarna. Um er að ræða u.þ.b. 14.000 m2 af húsnæði sem mun hýsa átta legudeildir nýs Landspítala.

<>

Fjórir verktakar voru aðilar að þessu lokaða útboði og skiluðu þrír þeirra inn tilboðum samkvæmt eftirfarandi:

Nafn bjóðanda Heildartilboð án VSK Hlutf. af kostnaðaráætlun
ÞG verktakar ehf. 7.010.799.550,- 118%
Ístak hf. 7.897.511.696,- 133%
Eykt ehf. 8.217.717.220,- 138%

Kostnaðaráætlun verkkaupa er kr. 5.959.070.000 (án vsk).

Heimild: NLSH ohf.