Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Hafa þurft að fresta framkvæmdum fimm sinnum

Hafa þurft að fresta framkvæmdum fimm sinnum

97
0
Framkvæmdirnar hafa verið í undirbúning í allan vetur. Ljósmynd/Aðsend

Fram­kvæmd­ir við upp­setn­ingu út­sýn­ispala við Dynj­anda hóf­ust í gær. Upp­haf­lega stóð til að hefja fram­kvæmd­irn­ar í byrj­un júlí.

<>

Þetta seg­ir Steinn Hrút­ur Ei­ríks­son, verk­efna­stjóri fram­kvæmd­anna, í sam­tali við mbl.is.

Þyrla flýg­ur nú um Dynj­anda til að ferja efnivið, en ekki er önn­ur leið til þess nema með þyrlu.

Verk­efnið er á veg­um Um­hverf­is­stofn­un­ar en upp­haf­lega stóð til að pall­arn­ir yrðu tveir. Það var þó tek­in ákvörðun um að fresta öðrum þeirra um óákveðinn tíma.

Ljósmynd/Aðsend

Ferðamenn þakk­lát­ir
Fram­kvæmd­irn­ar áttu upp­haf­lega að hefjast í lok júlí en Steinn seg­ir að það hafi frest­ast fimm sinn­um vegna veðurs. Steinn seg­ir það sér­stakt miðað við árs­tíma en til þess að þyrl­an geti flogið að Dynj­anda þarf að mynd­ast veður­gluggi í þrjá til fjóra daga þar sem það er lág­skýjað og lítið um vind.

Hluti af göngu­leiðinni verður einnig lag­færður og mun aðgengi að göngu­leiðinni vera tak­markað á meðan fram­kvæmd­ir standa yfir. Steinn seg­ir að ferðamenn á svæðinu virði tak­mark­an­ir og seg­ir að þeir séu flest­ir þakk­lát­ir fyr­ir að verið sé að lag­færa svæðið.

Heimild: Mbl.is