Home Fréttir Í fréttum Stórtæk áform um uppbyggingu í Ölfusi

Stórtæk áform um uppbyggingu í Ölfusi

128
0
Mynd: Ruv.is

Áform eru uppi um uppbyggingu upp á tugi milljarða í Sveitafélaginu Ölfusi á næstu fimm árum.

<>

Bæjaryfirvöld í Ölfusi gera ráð fyrir að fjárfestingar í sveitarfélaginu verði nærri 450 milljarðar króna næstu fimm árin. Næg orka er þó ekki örugg, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.

Orkuþörf verkefnanna verða 430 megavött. Þar af fara 240 í gagnaver sem fyrirtækið North Ventures hyggst byggja í útjaðri bæjarins.

Á verkefnalista Ölfus Cluster, þróunarfélags Ölfuss, er þó einnig orkuvinnsla, með jarðhita eða vindorku. Sveitarfélagið mun byggja nýjan leikskóla, stækka grunnskóla og byggja nýtt knattspyrnuhús. Elliði segir að íbúakynningar séu haldnar um stærstu málin.

Gert er ráð fyrir að íbúum Ölfuss fjölgi úr 3.000 í rúmlega 4.000 árið 2030 og reiknað er með að á milli 800 til 1.500 ný störf verði til á næstu fimm árum í sveitarfélaginu.

Heimild: Ruv.is