Úr fundargerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 25.07.2024
Opnun tilboða í verkið ,,Hrauntunga – Tröllahraun” fór fram þriðjudaginn 16. júlí 2024, kl. 11:00 á skrifstofu Hveragerðisbæjar að Breiðumörk 20.
Verkið felur í sér gerð á nýjum götum í Hrauntungu og Tröllatungu í Hveragerði, með möguleika á verulegri stækkun verksins.
Verklok eru 1. júní 2025
Sjö tilboð bárust og eru eftirfarandi:
Stéttarfélagið ehf. – 371.618.400 kr. eða 109,9%
Borgarverk ehf. – 319.473.400 kr. eða 94,5%
Smávélar ehf. – 305.317.750 kr. eða 90,3%
Stórverk ehf. – 283.927.650 kr. eða 83,9%
JJ Pípulagnir ehf og Jarðtækni ehf. – 283.140.031 eða 83,7%
Gröfutækni ehf. – 278.521.950 kr. eða 82,3% .
Auðverk ehf. – 242.924.371 kr. eða 71,8%
Kostnaðarverð hönnuðar er 338.222.370 kr.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðenda Auðverks ehf. enda uppfylli bjóðandi öll skilyrði útboðsgagna.
Heimild: Hveragerðisbær