Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið Varmárvöllur – Aðalvöllur og frjálsíþróttaaðstaða – Vallarlýsing.
Útboðsverkið felst í að útvega, hanna, setja upp, tengja og ganga að fullu frá öllum raflögnum fyrir vallarlýsingu á nýjum knattspyrnuvelli með gervigrasi á vallarsvæði Aftureldingar á Varmársvæðinu.
Verkinu skal að fullu lokið í samræmi við ákvæði útboðsgagna þann 15. maí 2025 í nánu samráði við verkkaupa.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds, á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar frá og með miðvikudeginum 31. júlí 2024 kl. 13:00.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en miðvikudaginn 28. ágúst 2024, kl. 14:00.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar að opnun lokinni.