Home Fréttir Í fréttum 19.08.2024 Mosfellsbær. Lokahús Víðiteig Jarðvinna, mannvirki og lagnir

19.08.2024 Mosfellsbær. Lokahús Víðiteig Jarðvinna, mannvirki og lagnir

201
0
Mynd: Mosfellsbær

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir áhuga­söm­um að­il­um til að taka þátt í út­boði vegna upp­bygg­ing­ar á nýju loka­húsi vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar.

<>

Helstu verk­þætt­ir eru:

Verk­ið felst í bygg­ingu loka­húss við Víði­teig og teng­ingu þess við stofn­lögn, sem kem­ur ofan úr Úlfars­fell­inu ann­ars veg­ar og kalda­vatns­lagna­kerfi þriggja hverfa í Mos­fells­bæ hins veg­ar. Bygg­ingu húss­ins fylg­ir frá­gang­ur bæði inn­an- og ut­an­húss. Vinnu við lagn­ir í jörðu fylg­ir einn­ig yf­ir­borðs­frá­gang­ur.

Helstu magn­töl­ur eru:

  • Gröft­ur f. bygg­ingu 910 m3
  • Gröft­ur f. lagn­ir 484 m³
  • Fyll­ing og burð­ar­lög f. bygg­ingu 120 m3
  • Fyll­ing og burð­ar­lög f. lagn­ir 951 m³
  • Járn­bend­ing 4.050kg
  • Vatns­lagn­ir 424 m
  • Steypa 45 m³

Verk­inu skal vera lok­ið 1. júlí 2025.

Út­boðs­gögn verða ein­göngu af­hent ra­f­rænt. Beiðn­ir um út­boðs­gögn má senda á net­fang­ið mos@mos.is. Út­boðs­gögn verða af­hent frá og með kl. 11:00 mið­viku­dag­inn 31. júlí 2024.

Til­boð­um skal skilað ra­f­rænt á net­fang­ið mos@mos.is eigi síð­ar en kl. 11:00 mánu­dag­inn 19. ág­úst 2024. Eng­inn form­leg­ur opn­un­ar­fund­ur verð­ur hald­inn en upp­lýs­ing­ar um nið­ur­stöðu opn­un­ar verða birt­ar bjóð­end­um eft­ir að til­boð hafa ver­ið opn­uð.