Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir í uppnámi

Framkvæmdir í uppnámi

104
0
Forgangsraða þarf í þágu innviða, að mati framkvæmdastjóra SI. mbl.is/Sigurður Bogi

„Sveit­ar­fé­lög­in eru að fjár­festa minna og fram­kvæmd­ir Vega­gerðar­inn­ar eru í upp­námi en Sam­göngu­áætlun var ekki af­greidd á Alþingi sem skap­ar óvissu.

<>

Það er mjög slæmt að hið op­in­bera skuli ekki nota verk­leg­ar fram­kvæmd­ir til sveiflu­jöfn­un­ar,“ seg­ir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, SI, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann seg­ir að af­leiðing­in sé sú að innviðaverk­tak­ar séu stöðugt að þenja út sína starf­semi þegar vel ári hjá hinu op­in­bera, en dragi síðan sam­an segl­in hratt þegar verr ári.

Bent hafi verið á að veru­lega kostnaðarsamt sé að vera til skipt­is að segja upp fólki eða ráða og þjálfa til starfa. Sam­fellu skorti í verk­efni, sem sé ekki nýtt af nál­inni, en með meiri aga hjá hinu op­in­bera gæti staða mála verið betri.

„Ég held að skila­boðin séu nokkuð skýr. Það þarf meira fjár­magn í innviði lands­ins og það þarf að for­gangsraða mál­um í þeirra þágu.

Við eig­um mikið und­ir innviðum hér á landi, ekki síst sam­göngu­innviðum, vegna þess að við búum í strjál­býlu landi og at­vinnu­veg­ir eins og ferðaþjón­usta og sjáv­ar­út­veg­ur eiga mjög mikið und­ir því að vega­kerfið sé traust og ör­uggt,“ seg­ir Sig­urður.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Heimild: Mbl.is