Home Fréttir Í fréttum Fjárfesting verði 75 milljarðar þegar yfir lýkur

Fjárfesting verði 75 milljarðar þegar yfir lýkur

68
0
Þórkatla hefur tekið við um 300 fasteignum í grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um­sókn­ir um upp­kaup fast­eigna í Grinda­vík til fast­eigna­fé­lags­ins Þór­kötlu eru að verða 900 tals­ins. Þing­lýst­ir kaup­samn­ing­ar eru nú um 730 og kostnaður­inn við þá fjár­fest­ingu nem­ur 55 millj­örðum króna.

<>

Þetta seg­ir Örn Viðar Skúla­son fram­kvæmda­stjóri Þór­kötlu í sam­tali við mbl.is.

„Um­sókn­ir eru að slá í 900 eign­ir hjá okk­ur og við eig­um von á að heild­ar­fjöldi geti verið svona 950,“ seg­ir Örn.

170 um­sókn­ir óaf­greidd­ar

Enn á eft­ir að af­greiða 170 um­sókn­ir og eru ýms­ar ástæður fyr­ir því. Sumt af þessu eru nýj­ar um­sókn­ar en aðrar hafa tekið lengri tíma.

Seg­ir hann að ferlið taki lengri tíma í mál­um þar sem eru hindr­an­ir. Þar get­ur verið um að ræða fast­eign­ir í bygg­ingu, dán­ar­bú og fleira.

„Við erum að vinna þétt með fólki við að leysa það.“

Þórkatla tekið við 300 fast­eign­um

Búið er að senda 70 selj­end­um lo­ka­upp­gjör til ra­f­rænn­ar und­ir­rit­un­ar og Þórkatla gekk í vik­unni frá fyrstu af­söl­un­um og af­sals­greiðsl­un­um. Þórkatla hef­ur tekið við um 300 fast­eign­um og ger­ir hann ráð fyr­ir því að í júlí muni Þórkatla taka við 300 fast­eign­um í viðbót.

„Það eru svona ákveðin kafla­skil í verk­efn­inu með því,“ seg­ir Örn.

Heild­ar­fjárfest­ing­in af þeim 730 kaup­samn­ing­um sem liggja fyr­ir eru 55 millj­arðar. Þegar rest­in af um­sókn­un­um verða af­greidd­ar þá má áætla að kostnaður­inn verði í heild 75 millj­arðar.

Heimild: Mbl.is