Home Fréttir Í fréttum Kirkjunni lokað vegna myglu

Kirkjunni lokað vegna myglu

82
0
Rakaskemmdir komu í ljós við athugun á kirkjunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Það var kom­inn tími á viðhald á Mos­fells­kirkju og við höfðum grun um að það gætu verið raka­skemmd­ir, sem varð til þess að við feng­um Eflu til að gera út­tekt á kirkj­unni,“ seg­ir Ólína Krist­ín Mar­geirs­dótt­ir, formaður sókn­ar­nefnd­ar Lága­fells­sókn­ar, en Mos­fells­kirkja var vígð árið 1965.

<>

Í ljós kom að raka­skemmd­ir voru í kirkj­unni og að tími væri kom­inn á gagn­ger­ar end­ur­bæt­ur. Í kjöl­farið ákvað sókn­ar­nefnd Lága­fells­sókn­ar að loka kirkj­unni um óákveðinn tíma þar til ákvörðun verður tek­in um næstu skref. „Við vild­um ekki bjóða hætt­unni heim og hafa þjón­ustu í kirkj­unni þegar þetta lá ljóst fyr­ir,“ bæt­ir hún við.

Ólína seg­ir að legið hafi á borðinu lengi hug­mynd­ir um að byggja nýja kirkju í Mos­fells­bæ, en það sé gríðarlega dýrt og ekki á færi sókn­ar­inn­ar eins og staðan er. „Það er eng­in sókn sem hef­ur hand­bært fé til að byggja nýja kirkju í dag,“ seg­ir hún.

Sjá meira um málið í Morg­un­blaðinu i dag.

Heimild: Mbl.is