Home Fréttir Í fréttum Samningur um framkvæmdir á félagssvæði KA undirritaður

Samningur um framkvæmdir á félagssvæði KA undirritaður

59
0
Ólafur Ragnarsson, forstjóri Húsheildar/Hyrnu, og Guðríður Friðriksdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, undirrituðu samninginn.
Í síðustu viku var lagður fram til samþykktar í bæjarráði verksamningur við Húsheild ehf. vegna byggingu stúku og félagsaðstöðu á félagssvæði KA ásamt frágangi á lóð.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. apríl sl. og var þá samþykkt að ganga til samninga við Húsheild á grundvelli endurskoðaðs tilboðs og breyttra verkliða.
Bæjarráð samþykkti framlagðan verksamning og fól sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að undirrita hann sem var síðan gert fimmtudaginn 31. maí.
Í samningnum segir að verkið skuli hefja strax við undirritun samnings og skuli verktaki skila svæðinu frágengnu 15. júlí 2027.
Heimild: Akureyri.is