Home Fréttir Í fréttum Efla hagnast um meira en milljarð

Efla hagnast um meira en milljarð

96
0
Sæmundur Sæmundsson tók við sem framkvæmdastjóri Eflu í lok apríl 2021. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson / Aðsend mynd

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið Efla hagnaðist um 1,2 milljarða króna á síðasta ári samanborið við 853 milljóna króna hagnað árið 2022. Félagið hyggst greiða út 550 milljónir króna í arð í ár, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi.

<>

Velta samstæðu Eflu jókst um 22,5% milli ára, eða úr rúmum 9 milljörðum í um 11 milljarða króna. Laun og annar starfsmannakostnaður nam um 7 milljörðum króna en ársverk voru um 421 í fyrra samanborið við 396 árið áður.

„Verkefnastaða félagsins hefur verið góð undanfarna mánuði og horfurnar eru góðar fyrir árið 2024,“ segir í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins.

Skjáskot af Vb.is

Greiddu út milljarð í fyrra
Eignir Eflu voru bókfærðar á 4,5 milljarða króna í árslok 2023 og eigið fé var um 2,2 milljarðar króna. Samstæðan greiddi út einn milljarð í fyrra. Í árslok 2023 voru hluthafar Eflu 161 talsins en þeir voru 138 í byrjun síðasta árs.

Heimild: Vb.is