Home Fréttir Í fréttum Skoða byggingu nýs leikskóla á Húsavík

Skoða byggingu nýs leikskóla á Húsavík

52
0
Húsavík mbl.is/Hafþór

Sveit­ar­stjórn Norðurþings hef­ur til skoðunar að byggja nýj­an leik­skóla á Húsa­vík. Ástæða þess er að fólki á Húsa­vík hef­ur fjölgað und­an­far­in ár og hef­ur eft­ir­spurn eft­ir leik­skóla­plássi auk­ist.

<>

Norðurþing miðar við að börn kom­ist inn í leik­skóla við 12 mánaða ald­ur en þeim hef­ur ekki tek­ist að fylgja því, seg­ir Helena Ey­dís Ing­ólfs­dótt­ir, formaður fjöl­skylduráðs Norðurþings, í sam­tali við mbl.is.

Þau börn sem fengu út­hlutað leik­skóla­plássi við síðustu út­hlut­un voru á aldr­in­um 13-18 mánaða.

Fyrstu til­lög­ur lagðar fram

Aðeins er búið að leggja fram fyrstu til­lög­ur að gerð leik­skól­ans. Meðal ann­ars er því velt upp hvort leik­skól­inn verði yngri barna-, eldri barna eða ald­urs­blandaður, auk þess sem staðsetn­ing leik­skól­ans er til skoðunar.

Helena seg­ir að leik­skól­inn verði ekki til­bú­inn fyrr en eft­ir nokk­ur ár.

Heimild:Mbl.is