Home Fréttir Í fréttum Óskar skipaður forstjóri Framkvæmdasýlunnar

Óskar skipaður forstjóri Framkvæmdasýlunnar

134
0
Óskar Jósefsson hefur verið skipaður forstjóri Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna (FSRE),

Óskar Jós­efs­son hef­ur verið skipaður nýr for­stjóri Fram­kvæmda­sýsl­unn­ar – Rík­is­eigna (FSRE), en það er stofn­un sem varð til árið 2021 með sam­ein­ingu sam­nefndra rík­is­stofn­ana. Óskar hef­ur verið sett­ur for­stjóri FSRE síðasta árið.

<>

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðsins kem­ur fram að Óskar hafi meðal ann­ars verið fram­kvæmda­stjóri Stjórn­stöðvar ferðamála á ár­un­um 2016-2021 og tíma­bundið for­stjóri Allra­handa og svo sett­ur for­stjóri FSRE frá því í maí 2023.

Þá hef­ur hann gengt stöðu for­stjóra Lands­s­íma Íslands hf., og Ístaks hf. auk þess að vera fram­kvæmda­stjóri upp­lýs­inga- og tækni­sviðs Kaupþings banka. Óskar stýrði einnig ráðgjaf­a­starf­semi PwC um nokk­urra ára skeið auk þess að starfa sjálf­stætt sem ráðgjafi.

Óskar er verk­fræðing­ur með M.Sc. gráðu í iðnaðar- og rekstr­ar­verk­fræði frá Dan­mörku. Óskar var val­inn úr hópi 20 um­sækj­enda. Skip­an í embættið hef­ur tekið gildi.

FSRE hefur um­sjón með mót­un og rekstri aðstöðu sem nýt­ist öll­um íbú­um lands­ins með ein­um eða öðrum hætti. Stofn­un­in ann­ast fast­eign­ir og jarðir rík­is­ins, öfl­um hús­næðis og stýr­ir fram­kvæmd­um við breyt­ing­ar, end­ur­bæt­ur og ný­bygg­ing­ar.

Heimild: Mbl.is