Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Þetta eru hjólaframkvæmdirnar sem unnið er að

Þetta eru hjólaframkvæmdirnar sem unnið er að

164
0
Steypuvinna stóð yfir við undirstöður fyrir brú við Grænugróf í vikunni. Stígur frá Grænugróf að Dimmu verður kláraður í ár, en brúarvinnan mun standa yfir 2025. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðað við þau áform sem eru uppi verður þetta ár og það næsta með stærstu fram­kvæmda­ár­um á höfuðborg­ar­svæðinu þegar kem­ur að hjóla­stíga­fram­kvæmd­um og stór­ir áfang­ar munu nást.

<>

Meðal stórra verk­efna sem nú sér fyr­ir end­ann á er teng­ing eft­ir svo­kölluðum norður-suður-ás á milli Hafn­ar­fjarðar og Reykja­vík­ur og svo með teng­ingu upp í efri byggðir þegar klárað verður verk­efni við sam­felld­an hjóla­stíg upp all­an Elliðaár­dal.

Und­an­far­in ár hef­ur verið farið yfir stöðuna á hjóla­stíga­fram­kvæmd­um í Hjóla­blaðinu og þetta ár er þar eng­in und­an­tekn­ing.

Óskað var eft­ir svör­um frá öll­um sveit­ar­fé­lög­um og Vega­gerðinni um þær fram­kvæmd­ir sem hefðu klár­ast frá síðasta ári og þau verk­efni sem ætti að ráðast í á þessu ári, auk þess sem tek­in er staðan á öðrum verk­efn­um sem hafa verið kynnt, en ekki verður ráðist í al­veg strax.

Kortið sýn­ir fram­kvæmd­ir við hjólainnviði sem eru í gangi, hafa verið kynnt­ar, eru á teikni­borðinu eða það sem þegar er lokið við. Kort/​mbl.is

Hægt er að skoða korið í fullri upp­lausn hér

Norður-suður-ás­inn

Ef við byrj­um að horfa til þeirra verk­efna sem eru á könnu Vega­gerðar­inn­ar, þá eru það hjóla­stíga­verk­efni í gegn­um sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins með aðkomu rík­is­ins. Er þar um að ræða stærstu verk­efn­in og má í raun segja að þar sé verið að tala um nokk­urs kon­ar stof­næðar hjóla­nets­ins, svipað og Vega­gerðin held­ur utan um stofn­braut­ir fyr­ir bílaum­ferð.

Í Hafnar­f­irði er búið að klára teng­ingu meðfram Strand­götu frá Reykja­nes­braut niður að sjó. Er þar verið að tengja Vell­ina við miðbæ­inn.

Norður-suður-sam­göngu­ás­inn á höfuðborg­ar­svæðinu ligg­ur svo frá Engi­dal, við gatna­mót­in út á Álfta­nes, í gegn­um Garðabæ, yfir Arn­ar­nesið og yfir Kárs­nesið og áfram til Reykja­vík­ur. Í Hafnar­f­irði er horft til þess teng­ing komi bæði meðfram Reykja­vík­ur­vegi og meðfram Fjarðar­hrauni/​Bæj­ar­hrauni að Engi­dal.

Eiga stíg­arn­ir að ná meðfram Reykja­vík­ur­vegi niður að Hraun­brún og meðfram Bæj­ar­hrauni að Kaplakrika. Ekki er gert ráð fyr­ir að farið verði í fram­kvæmd­ir við Bæj­ar­hraun strax, né á syðri hlut­an­um við Reykja­vík­ur­veg.

Hins veg­ar er mögu­legt að farið verði í útboð og fram­kvæmd­ir frá gatna­mót­um Hjalla­braut­ar og Reykja­vík­ur­veg­ar að Breiðási í Garðabæ, en þá er farið um fyrr­nefnd­an Engi­dal. Katrín Hall­dórs­dótt­ir, sér­fræðing­ur fyr­ir hjóla­stíga­fram­kvæmd­ir á höfuðborg­ar­svæðinu hjá Vega­gerðinni, seg­ir að þessi kafli gæti farið af stað í haust og eigi að klár­ast á næsta ári.

Arn­ar­nes­göng­in eru meðal þeirra verk­efna sem kláruðust á síðasta ári mbl.is/Þ​or­steinn

Næstu áfang­ar í sum­ar

Það á einnig við um fleiri hluta norður-suður-áss­ins, en gert er ráð fyr­ir að stíg­ur frá Víf­ilsstaðavegi að Arn­ar­nes­hæð, vest­an við Hafn­ar­fjarðar­veg, fari einnig í útboð í haust og klárist á næsta ári. Þar taka við nýkláruð und­ir­göng und­ir Arn­ar­nes­veg og ör­lít­inn spotta norður fyr­ir.

Katrín seg­ir að einnig verði farið í útboð í sum­ar á næsta kafla, en það er frá Arn­ar­nes­hæð og niður að Kópa­vog­stúni, meðal ann­ars yfir Kópa­vogs­læk­inn þar sem hann renn­ur til sjáv­ar. Von­ast hún til að fram­kvæmd­ir hefj­ist í haust og klárist á næsta ári.

Þá seg­ist hún einnig von­ast til að hægt verði að bjóða út breikk­un og lagn­ingu hjóla­stígs frá Kópa­vog­stúni upp að und­ir­göng­un­um á Kópa­vogs­hálsi í haust. Þar standa einnig vænt­ing­ar til að fram­kvæmd­ir hefj­ist í haust og klárist á næsta ári.

Síðasti hlut­inn af þess­um kafla er svo Ásbraut­in, norðan­meg­in á Kópa­vogs­hálsi, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Kópa­vogs­bæ er ljóst að ekki verður kom­ist í að klára deili­skipu­lags­vinnu fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári varðandi þann kafla.

Þegar eru stíg­ar sem taka við þegar komið er niður af Kópa­vogs­hálsi í norðri og liggja inn í Reykja­vík, bæði meðfram strönd­inni og inn í Foss­vogs­dal, en einnig er nú unnið að lagn­ingu nýs stígs upp Suður­hlíðar meðfram Kringlu­mýr­ar­braut. Á sú fram­kvæmd að klár­ast í júní að sögn Katrín­ar.

Fram­kvæmd­ir við nýj­an stíg upp meðfram Suður­hlíðum stend­ur nú yfir, en þeim á að ljúka síðar í sum­ar. mbl.is/Þ​or­steinn

Í þessa upp­taln­ingu vant­ar svo Foss­vogs­brúna, en vinna við land­fyll­ingu vegna henn­ar á að hefjast á þessu ári. Enn eru því lík­lega ein­hver ár í að það sjái fyr­ir end­ann á þeirri fram­kvæmd, en það myndi lík­lega kalla á að klárað yrði að leggja sér­stak­an hjóla­stíg frá Foss­vogs­brúnni Kópa­vogs­meg­in og suður fyr­ir Kárs­nesið.

Af þessu má ljóst vera að svo­kallaður norður-suður-ás gæti að stærst­um hluta verið klár í lok næsta árs eða á fyrri hluta 2026. Þá verður hægt að hjóla á sér­stök­um hjóla­stíg frá Kaplakrika eða Hraun­brún í Hafnar­f­irði, í gegn­um Garðabæ og Kópa­vog og inn að Foss­vogi. Þar verður hægt að velja milli þess að fara upp Foss­vogs­dal með öðrum teng­ing­um sem eru við Elliðaár­dal, vest­ur sjáv­ar­síðuna vest­ur í bæ eða inn að Hlíðar­enda, eða upp Suður­hlíðar og meðfram Kringlu­mýr­ar­braut al­veg niður að Lauga­vegi.

Rétt er að taka fram að stutt­ir kafl­ar á þess­ari leið verða enn ekki með aðgreind­um hjóla­stíg­um. Það á meðal ann­ars við kafla frá Breiðási að Víf­ilsstaðavegi í Garðabæ, en það helst í hend­ur við áform um fram­kvæmd­ir við bíla­stokk á þess­um stað tengt borg­ar­línu­fram­kvæmd­um. Einnig er kafl­inn fram hjá söf­un­um í Kópa­vogi á Kópa­vogs­hálsi áfram hugsaður fyr­ir blandaða um­ferð.

Loka­hnykk­ur í Elliðaár­dal

Hitt stóra verk­efnið sem Vega­gerðin hef­ur komið að fjár­mögn­un á er Elliðaár­dal­ur­inn, en þar er það þó Reykja­vík­ur­borg sem sér um fram­kvæmd­ir. Þegar var kom­inn hjóla­stíg­ur frá Sprengisandi og upp að brú við Fylk­is­völl­inn.

Í fyrra kláraðist svo að lengja þann stíg upp meðfram ánni að svo­kallaðri Grænu­gróf og áfram að Fella- og Hóla­kirkju. Við Grænu­gróf stend­ur nú yfir vinna við að smíða brú yfir Elliðaárn­ar. Sú brú­ar­smíði á að klár­ast í haust, en bannað er að vinna við hana yfir sum­ar­tím­ann vegna laxveiði.

Við Dimmu standa nú yfir fram­kvæmd­ir við nýja brú og nýj­an stíg sem ligg­ur niður að Grænu­gróf. Sjá má glitta í þær fram­kvæmd­ir nokk­ur hundruð metr­um neðar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Aust­an meg­in við Elliðaárn­ar og ofan við Grænu­gróf­ar­brú verður svo lagður hjóla­stíg­ur sem teng­ist inn á nú­ver­andi stíg sem ligg­ur þeim meg­in við ána og upp að Dimmu, en það kall­ast staður­inn þar sem svo­kölluð hita­veitu­brú er núna rétt neðan við Breiðholts­braut­ina.

Vinna við stöpla þeirr­ar brú­ar er þegar haf­in, líkt og við Grænu­gróf og hefst vinna þar aft­ur í haust og klára á hana fyr­ir næsta sum­ar. Með lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar yfir Vatns­enda­hæð, með sam­síða hjóla­stíg, er svo gert ráð fyr­ir teng­ingu ná­lægt Dimmu­brúnni.

Katrín seg­ir að meðal verk­efna Vega­gerðar­inn­ar sem eru aðeins lengra inn í framtíðina séu meðal ann­ars hjóla­stíga­verk­efni á Völl­un­um og Lækj­ar­götu í Hafnar­f­irði og við Hring­braut í Reykja­vík. Horft sé til hjóla­stígs bæði vest­an og aust­an við Suður­götu, en hún tek­ur fram að þetta sé verk­efni sem sé komið skammt af stað.

Nán­ari yf­ir­sýn yfir fram­kvæmd­irn­ar við Dimmu. Þar eru nú komn­ar und­ir­stöður, en stöðva þarf fram­kvæmd­ir í maí og fram í sept­em­ber vegna laxveiði. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Teng­ing­ar aust­ar í borg­inni

Snú­um okk­ur nú að hjóla­stíga­verk­efn­um sem eru á veg­um sveit­ar­fé­laga og hefj­um aft­ur yf­ir­ferðina í Hafnar­f­irði og vinn­um okk­ur norður. Frá í fyrra er lokið við stíg upp í Kaldár­sel. Þá eru kom­in fram ný áform um að leggja hjóla­stíg frá Kaldár­sels­vegi að Völl­un­um um Ásvalla­braut, en það er sunn­an meg­in við Ásfjall.

Í Garðabæ á að klára á þessu ári stíg frá Urriðaholti að Víf­ils­stöðum. Í Vetr­ar­mýri verður svo unnið að stíga­fram­kvæmd­um sam­hliða upp­bygg­ingu hverf­is þar, en frá Vetr­ar­mýr­inni er svo langt kom­inn hjóla­stíg­ur sem ligg­ur að Arn­ar­nes­vegi, þar sem við tek­ur ágæt­is stíga­kerfi upp hæðina og svo niður og fram hjá Lind­um og inn að Mjódd.

Enn á þó eft­ir að koma í ljós hvort horft verði til stíga­gerðar í gegn­um gamla hest­húsa­hverfið, þegar það að lok­um verður byggt upp, en það myndi draga nokkuð úr hækk­un­arþörf upp Lind­ar­veg­inn, þar sem fram­kvæmd­um við hjóla­stíg lauk ein­mitt ný­verið.

Þessi leið frá Urriðaholti og að Mjódd­inni er í raun það sem kalla má aust­ari val­mögu­leiki norður-suður-áss­ins.

Garðabær hef­ur einnig ákveðið að ráðast í ómal­bikaðan úti­vist­ar­stíg sem mun liggja frá skáta­heim­ili Víf­ils við Grunnu­vatna­sk­arð yfir að bíla­stæðinu við Búr­fells­gjá.

Fyr­ir áhuga­fólk um mal­ar­hjól­reiðar í Heiðmörk býr þessi nýja leið til fullt af skemmti­leg­um nýj­um mögu­leik­um varðandi að setja upp nýja hringi til að fara og þá sér­stak­lega til að kom­ast af Heiðmerk­ur­vegi yfir á þá vegi og stíga sem eru upp af Kópa­vogs- og Garðabæj­ar­landi.

Stíg­ur eft­ir Skóg­ar­hlíð

Eðli máls­ins sam­kvæmt eru flest­ar fram­kvæmd­ir og stíga­áform í gangi í Reykja­vík. Til viðbót­ar við þau verk­efni sem nefnd voru áður á veg­um Vega­gerðar­inn­ar kem­ur stofn­un­in líka að fjár­mögn­un á hjóla­stíga­gerð í Skóg­ar­hlíð.

Krist­inn Jón Ey­steins­son, skipu­lags­fræðing­ur á um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir að þar verði farið af stað í sum­ar, en þó sé enn aðeins óljóst með úr­færslu á aust­asta hlut­an­um, rétt við nýju und­ir­göng­in, þar sem sam­tal er í gangi við nær­liggj­andi lóðar­eig­end­ur.

Mun stíg­ur­inn liggja niður alla Skóg­ar­hlíð og verður þá kom­in teng­ing al­veg frá Miklu­braut/​Snorra­braut sam­síða öll­um Bú­staðaveg­in­um, en und­an­far­in ár hef­ur verið unnið að hjóla­stíg þar.

Krist­inn seg­ir að komið sé til skoðunar að leggja hjóla­stíg um Löngu­hlíð, frá Skóg­ar­hlíð og niður að Miklu­braut. Það verk­efni sé þó enn bara til skoðunar og ekki komið í hönn­un.

Teng­ing­ar við Sprengisand

Frá síðustu út­gáfu hef­ur einnig verið kláruð vinna við und­ir­göng og stíga­teng­ing­ar við Sprengisand, ofan Reykja­nes­braut­ar, en það auðveld­ar teng­ing­ar frá Foss­vogs­dal inn á stíg sem kem­ur úr Voga­hverfi og Skeifu.

Einnig er lokið við breyt­ing­ar á gatna­mót­um við Bú­staðaveg og Háa­leit­is­braut. Stíg­ur á Rétt­ar­holti er einnig að mestu kláraður og seg­ir Krist­inn að aðeins eigi eft­ir að klára að mal­bika síðasta kafl­ann yfir Soga­veg og niður að fyrr­nefndri teng­ingu við Sprengisand.

Þar rétt fyr­ir neðan lá gamli heita­vatns­stokk­ur­inn yfir Elliðaárn­ar og nýttu marg­ir sér það til bæði göngu og að hjóla yfir. Sokk­ur­inn hef­ur nú verið fjar­lægður, en ákveðið var að setja þar stíg og brýr yfir og er verk­efnið sam­starfs­verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veit­unn­ar. Seg­ir Krist­inn að lík­leg­ast verði haf­ist hönd­um við fram­kvæmd­ir þar í haust þegar laxveiðitíma­bil­inu sé lokið.

Neðar í Elliðaár­dal var ný­lega fjar­lægður gamli hita­veitu­stokk­ur­inn. Í stað hans mun á næst­unni koma þar nýr stíg­ur mbl.is/Þ​or­steinn

Árbær-Breiðholt

Fram­kvæmd­ir eru einnig hafn­ar við stíga­gerð á Hálsa­braut uppi á Háls­um og mun sá stíg­ur þvera ann­an stíg sem áformað er að byrja á á næsta ári, en það er stíg­ur meðfram Krók­hálsi og Drag­hálsi. Mun sá stíg­ur svo verða hluti af sér­stök­um hjóla­stíg meðfram Höfðabakka frá Árbæ yfir í Breiðholt, en verk­efnið geng­ur und­ir nafn­inu „Breiðholt express“. Kall­ar það meðal ann­ars á nýja brú yfir Elliðaárn­ar á þess­um slóðum.

Krist­inn seg­ir „Breiðholt express“ vera í hönn­un, en að verk­efnið muni ekki fara af stað strax þar sem um risa­stórt verk­efni sé að ræða, auk þess sem enn sé til skoðunar hvað verði gert við stífl­una sjálfa sem er litlu ofar. Ekki hef­ur enn verið tek­in nein ákvörðun um hana.

Suður­fell og Þver­ár­sel

Annað nýtt verk­efni í Breiðholti er komið á teikni­borðið, en það er hjóla­stíg­ur meðfram Suður­felli frá und­ir­göng­un­um við Jafna­sel og inn í Elliðaár­dal. Lík­lega verður þó ekki af þess­ari fram­kvæmd fyrr en Arn­ar­nes­veg­ur er klár, eft­ir 2026 eða 2027 og þá sam­hliða tvö­föld­un Breiðholts­braut­ar, en einnig á að gera ný und­ir­göngu und­ir Breiðholts­braut við Vetr­arg­arð.

Í nokk­urn tíma hef­ur verið á dag­skrá stíg­ur sem kall­ast Þver­á­sel/Í​R og myndi liggja frá Skóg­ar­seli, ofan við íþrótta­svæði ÍR og tengj­ast neðst inn á svo­kallaðan landa­mæra­stíg milli Selja­hverf­is í Reykja­vík og Linda­hverf­is í Kópa­vogi. Sam­hliða upp­bygg­ingu Garðheima og fleiri lóða við Álfa­bakka er búið að end­ur­hanna og leggja nýj­an hjóla­stíg nær Reykja­nes­braut­inni, þótt mis­mik­il ánægja sé með út­færslu hans. Áfram er þó planað að leggja stíg­inn frá Þver­ár­seli/Í​R og er hann á nýj­ustu áætl­un borg­ar­inn­ar.

Mál í biðstöðu

Í fyrri út­gáf­um hef­ur verið minnst á kafla upp Veg­múla, en Krist­inn seg­ir að sá kafli bíði skoðunar þegar komi að borg­ar­línu meðfram Suður­lands­braut. Svipaða sögu er að segja um hjóla­stíg niður Lauga­veg fyr­ir ofan Hlemm og teng­ing­ar þar niður að Katrín­ar­túni. Bíður þetta nán­ari út­færslu borg­ar­línu sem og frek­ari breyt­inga á Hlemmsvæðinu.

Fleiri mál eru einnig í biðstöðu. Það á meðal ann­ars við um Ein­ars­nes, en þar er í dag gert ráð fyr­ir hjólandi um­ferð með bílaum­ferð, en þar er skor­in upp sam­fella hjóla­stíga meðfram strand­lengj­unni sem í dag nær frá Foss­vogs­botni og alla leið upp Ægisíðuna, með þess­ari und­an­tekn­ingu.

Krist­inn seg­ir þetta hanga á ákvörðun um upp­bygg­ingu í Skerjaf­irði. Þá er Faxa­skjól/​Sörla­skjól einnig í biðstöðu, en það helg­ast af deil­um um deili­skipu­lag til að koma hjóla­stíg þar fyr­ir.

Hins veg­ar stend­ur yfir tals­verð skipu­lags­vinna að sögn Krist­ins sem Vega­gerðin, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes koma öll að. Er þar til skoðunar að hafa hjóla­stíg út Nes­veg­inn frá Ægisíðu. Seg­ir hann að ef allt gangi að ósk­um gæti komið til þess að vinna við hann hefj­ist á næstu 2-3 árum, en ít­rek­ar jafn­framt að þar þurfi tals­vert að ger­ast fyrst svo af verði.

End­ur­hönn­un á gatna­mót­um Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Borg­ar­túns, sem áður hef­ur verið sagt frá, er enn í for­hönn­un, en verkið er einnig í bið vegna upp­bygg­ing­ar á gamla Strætór­eitn­um. Stíg­ur við Mýr­ar­götu er kom­inn á teikni­borðið, en hef­ur að öðru leyti ekki verið út­færður. Krist­inn seg­ir að horft sé til þess að hann verði byggður upp sam­hliða upp­bygg­ingu Vest­ur­bugt­ar.

Horft lengra fram í tím­ann

Á lang­tíma­áætl­un­inni er einnig horft til þess að leggja hjóla­stíg við Skúla­götu, en Krist­inn seg­ir að sá stíg­ur kæmi þá í staðinn fyr­ir hjóla­stíg á Hverf­is­götu, sam­hliða borg­ar­línu­fram­kvæmd­um.

Að lok­um er rétt að nefna strand­stíg um Gufu­nes, en frá hon­um var sagt í fyrra. Krist­inn seg­ir að öll hönn­un þess stígs sé til­bú­in, en ljóst sé að ekki verði farið í fram­kvæmd­ir við hann þar sem fjár­mun­um hafi verið for­gangsraðað í önn­ur stíga­verk­efni á þessu ári. Stíg­ur­inn er enda ekki í hjól­reiðaáætl­un, en gæti verið mjög fal­leg úti­vist­ar- og út­sýn­is­leið og muni með upp­bygg­ingu í Gufu­nesi skipta miklu máli fyr­ir teng­ingu hverf­is­ins niður í bæ.

Grein­in birt­ist fyrst í Hjóla­blaði Morg­un­blaðsins sem lesa má í heild hér Hjóla­blað 2024

Heimild: Mbl.is