Home Fréttir Í fréttum Lífsgæðakjarni í Skógarhlíð

Lífsgæðakjarni í Skógarhlíð

73
0
Tillaga artkitektanna að nýbyggingum við Skógarhlíð. Þær munu umlykja gömlu bensínstöðina. Lagt er til að þessi tillaga taki breytingum. Tölvuteikning/Nordic Office of Architecture

Reir þróun ehf. hef­ur sent Reykja­vík­ur­borg fyr­ir­spurn þess efn­is hvort leyfð verði upp­bygg­ing á svo­kölluðum lífs­gæðakjarna með fjöl­breytt bú­setu­form fyr­ir eldra fólk á lóðinni Skóg­ar­hlíð 16. Á lóðinni er bens­ín- og smur­stöð byggð árið 1964 og er húsið friðað.

<>

Fyr­ir­spurn­in var send skipu­lags­full­trúa til meðferðar. Það var niðurstaða verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa að gera ekki at­huga­semd við að fyr­ir­spyrj­andi láti vinna til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir lóðina með hliðsjón af leiðbein­ing­um sem hann setti fram í um­sögn sinni.

Fram kem­ur í um­sögn­inni að lóðar­hafi og Reykja­vík­ur­borg und­ir­rituðu sam­komu­lag 25. júní 2021 um að unn­in yrði breyt­ing á deili­skipu­lagi fyr­ir lóðina. Um er að ræða bens­ín­stöðvar­lóð þar sem hug­mynd­ir eru um að nú­ver­andi starf­semi víki fyr­ir versl­un­ar-, at­vinnu-, þjón­ustu­hús­næði og íbúðum. Lagt er upp með að í breyt­ing­unni á deili­skipu­lag­inu verði val­kvætt af hálfu lóðar­hafa hvort á efri hæðum verði íbúðar- eða at­vinnu­hús­næði. Gert er ráð fyr­ir versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði á jarðhæð.

Upp­bygg­ing á bens­ín­lóðum
Eins og fram hef­ur komið hér í Morg­un­blaðinu gerði Reykja­vík­ur­borg sam­komu­lag við olíu­fé­lög­in um lok­un bens­ín­stöðva víða um borg­ina og upp­bygg­ingu íbúðar­húsa á lóðunum. Eru fjöl­mörg slík verk­efni í gangi.

Til­laga Reir þró­un­ar ger­ir ráð fyr­ir að byggð verði sam­tals 7.262 fer­metra, 2-6 hæða fjöl­býl­is­hús á lóðinni. Nýt­ing­ar­hlut­fall verði 1,5 of­anj­arðar og 1,8 með bíla­stæðakjall­ara. Fjöldi íbúða sam­kvæmt til­lögu eru 70 (100 m2 per íbúð ) og bíla­kjall­ari á tveim­ur hæðum, stærðir eru 1.730 m2 og 3.400 m2. Nú­ver­andi bens­ín­stöð á lóð er 230 fer­metr­ar. Arki­tekt ný­bygg­inga er Nordic Office of Architect­ure.

Lóðin er í jaðri Öskju­hlíðar og af­mark­ast af Bú­staðavegi og Skóg­ar­hlíð. Mark­mið til­lög­unn­ar er að skoða mögu­leik­ann á að reisa íbúðar­hús­næði á lóðinni í sátt við nú­ver­andi bens­ín­stöð, seg­ir lóðar­hafi. Bens­ín­stöðin muni fá nýtt hlut­verk sem get­ur t.d. orðið: hver­fiskaffi­hús, sam­eign íbúa, ung­barna­leik­skóli o.fl.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 22. fe­brú­ar.

Heimild: Mbl.is