Home Fréttir Í fréttum Organisti segir hönnunargalla á Hofi

Organisti segir hönnunargalla á Hofi

80
0
Mynd: Menningarhusid.is

Eyþór Ingi Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju, veltir því fyrir sér hvort upptökustjórar séu búnir að taka út menningarhúsið Hof á Akureyri.

<>

Hann segir ekki hægt að taka upp veika akústíska klassíska tónlist þar sem alls kyns hljóð koma inn á upptökur úr húsinu, bæði úr litla og stóra sal menningarhússins.

Akureyri vikublað greinir frá þessu í dag en tilefnið er forsíðufrétt blaðsins fyrir páska en hún sagði frá metnaðarfullri útrás í Hofi vegna upptöku á ýmiss konar tónlist.

Í kjölfarið fór Eyþór Ingi að velta þessu fyrir sér en vitnað er í hann í frétt blaðsins í dag.

„Málið er að það í húsinu er ekki hægt að taka veika akústíska klassíska tónlist, þar sem eftirhljómur í rými er tekinn upp, vegna aukahljóða. Hönnunargalli er á litla salnum, þannig að Glerárgatan heyrist öll inn á vandaðar upptökur, auk annarra aukahljóða í húsinu. Sama má segja um stóra salinn. Þar eru alls konar aukahljóð, suð og hátíðnihljóð og þegar ég ætlaði með upptökuverkefni í húsið fyrir nokkrum árum síðan, sögðu tæknimenn mér að það væri ekki hægt að slökkva á þeim rafbúnaði sem orsakaði aukahljóðin. Ég var búinn að bóka salinn, fá upptökumann erlendis frá, en þegar hann kom inn í húsið sagði hann að það væri ekki hægt að taka upp þar,“ skrifar organistinn.

Heimild:  DV.is