Að minnsta kosti fjórir slösuðust, þar af þrír alvarlega, þegar brú hrundi í Hollandi.
Hollensk yfirvöld greina frá þessu, en fram kemur að unnið hafi verið að smíði brúarinnar þegar hluti hennar gaf sig í Lochem, sem er í austurhluta landsins.
Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir eru á vettvangi og vinna nú að því að bjarga fólki sem er fast í rústunum.
Ekki liggur fyrir hvers vegna brúin hrundi.
Heimild: Mbl.is
Nýrri greinar um slysið.