Vegagerðin býður hér með út for- og verkhönnun ný- og endurbyggingar Norðausturvegar (85) um Skjálfandafljót.
Kaflinn er um 9 km langur og nær frá Torfunesi að sunnanverðu og norður fyrir vegamót Norðausturvegar og
Aðaldalsvegar (845).
Innifalið í verkinu er hönnun vega, vegamóta og gerð útboðsgagna.
Á vegkaflanum eru fimm vegamót, ein stærri t-vegamót við Norðausturveg og Aðaldalsveg ásamt fjórum minni tengingum. Í heild er vegagerð um 10 km. Hönnun brúa um Skjálfandafljót og Rangá er ekki hluti verksins.
Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og á grundvelli matsþátta og verðs . Ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.
Útboðsgögnin eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 9. janúar 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 13. febrúarr 2024.
Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 27 febrúar 2024 verður bjóðendum tilkynntar niðurstöður stigagjafar og verðtilboð hæfra bjóðenda.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign