Home Fréttir Í fréttum Byrjað að reisa varnargarða við Grindavík

Byrjað að reisa varnargarða við Grindavík

99
0
RÚV – Ragnar Visage

Vinna við varnargarða norðan Grindavíkur hófst í dag og er unnið í kappi við tímann. Gert er ráð fyrir að koma garðinu í rétt hæð á næstu tveimur vikum.

<>

Um leið og öll leyfi voru komin til dómsmálaráðuneytisins um hádegi í dag var hafist handa við að reisa varnargarð norðan Grindavíkur. Reynslan í kringum Svartsengi sýnir að stærstu jarðýturnar koma að góðu gagni við að ýta upp efni. Svo er náma nærri sem er hægt að sækja efni úr.

Margir verktakar vinna að gerð varnargarðanna og allur sólarhringurinn nýttur við að reisa garðinn, segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Verktakarnir eru á eigin bílum á svæðinu og eru í beinu fjarskiptasambandi við stjórnstöð almannavarna svo þeir geti komið sér burt af svæðinu um leið og þess gerist þörf.

„Menn eru viðbúnir því að það geti gosið hvenær sem er,“ segir Víðir. Hægt hefur á landrisi við Svartsengi, líkt og gerðist þegar gosið hófst í desember. Það gæti verið merki um að stutt sé í næsta kvikuhlaup.

Víðir segir yfirvöld hafa ráðlagt Grindvíkingum að dvelja ekki í bænum, þó þeim hafi verið leyft það. Þau skilji þó vel þau sem geti ekki verið annars staðar en hafa gert þeim grein fyrir því að það geti gosið í eða við Grindavík. SMS kerfi og tveir lögreglubílar verða notaðir til þess að vekja fólk ef næsta gos hefst að nóttu til.

Heimild: Ruv.is