Félagið Kringlureitur hefur fyrir hönd Reita undirritað samkomulag við dönsku arkitektastofuna Henning Larsen og THG arkitekta um þróun á fyrsta áfanga Kringlusvæðisins.
Skipulagssvæðið afmarkast af Kringlugötu, Listabraut og Kringlumýrarbraut en lóðarmörk til norðausturs eru hér um bil samsíða Sjóvárhúsinu.
Lokið í lok árs 2024
Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlureits, segir gert ráð fyrir rúmlega 400 íbúðum á reitnum. Stefnt sé að því að ljúka vinnu við deiliskipulag fyrir lok árs 2024. Skipulagið sé unnið í náinni samvinnu við Reykjavíkurborg en þegar það liggi fyrir geti uppbygging hafist í kjölfarið.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is