Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 01.02.2024 Ofanflóðavarnir í Vesturbyggð – Stekkjargil og Milligil

01.02.2024 Ofanflóðavarnir í Vesturbyggð – Stekkjargil og Milligil

167
0
Bíldudalur. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkiskaup, fyrir hönd Vesturbyggðar kt. 510694-2369, óska eftir tilboðum í hönnun á ofanflóðavörnum í Vesturbyggð, Stekkjagil og Milligil á Bíldudal.

<>

Um er að ræða almenn útboð. Í þessu verki er boðin út verkhönnun ofanflóðavarna til varnar byggðinni vestan Búðargils á Bíldudal.

Í verkhönnun felst hönnun þvergarða, bæði brattra garða og jarðvegsgarða, brattra varnarkeilna, ristar með steyptum ramma í þvergarði og jarðvegsstyrkingakerfa ásamt tengdum framkvæmdum, s.s. hönnun vatnsvega í gegnum byggð, jarðtækniathugunum, hönnun á færslu lagna, gerð útboðslýsingar, verklýsingar, 3-víðs líkans af görðum og farvegum og teikninga fyrir framkvæmd verksins ásamt gerð kostnaðaráætlunar fyrir framkvæmdina og samræmingarvinnu með landslagsarkitektum.

Útboðsgögn afhent: 19.12.2023 kl. 08:51
Skilafrestur 01.02.2024 kl. 12:00
Opnun tilboða: 01.02.2024 kl. 13:00

Sjá frekar.