Home Fréttir Í fréttum Skólphreinsunarmálum ábótavant

Skólphreinsunarmálum ábótavant

52
0
mbl.is/Kristinn Magnússon

Skólp­hreins­un­ar­mál á Íslandi hafa verið í lamasessi frá því að nýj­ar regl­ur tóku gildi árið 1999.

<>

Að mati Um­hverf­is­stofn­un­ar upp­fylla 88% sveit­ar­fé­laga með 2.000 íbúa eða fleiri, sam­tals 326.000 íbú­ar, ekki skil­yrði laga um lág­marks­hreins­un á skólpi.

Hjá 14% sveit­ar­fé­laga á land­inu er skólp ekki hreinsað að neinu leyti sem þýðir að óhreinsuðu skólpi er dælt í sjó­inn, sem get­ur haft nei­kvæð áhrif á menn, um­hverfi og dýra­líf.

Skýrsl­ur sýna fram á að við stönd­um tölu­vert lak­ar að vígi í frá­rennslis­mál­um en önn­ur ríki, og um­tals­verð áhöld eru um hvernig nú­ver­andi staða í skólp­hreins­un­ar­mál­um kem­ur heim og sam­an við ímynd og orðspor lands­ins.

Ástæðan fyr­ir því að mála­flokk­ur­inn er kom­inn í óefni sé fyrst og fremst að við Íslend­ing­ar eig­um svo mikið vatn, sem al­mennt krist­all­ar viðhorf okk­ar til auðlinda lands­ins.

Mörg sveit­ar­fé­lög veigra sér við að ræða þessi mál, þar sem flest­ir sjá fyr­ir sér tuga millj­arða fjár­fest­ing­ar. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur boðað hert­ar regl­ur og ef ekk­ert verður að gert verður gapið miklu meira eft­ir tíu ár. 

Nánar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is