Arctic Fish opnar formlega glænýja laxavinnslu sína í Bolungarvík á laugardag. Húsið, sem nefnst Drimla, verður opið almenningi milli tólf til þrjú síðdegis.
Húsnæðið er alls 5.000 fermetrar og er afkastageta hússins 15 tonn á klukkustund. Vinnslan er hlaðin ýmsum búnaði og lausnum af nýjustu gerð og er búnaðurinn að mestu leiti frá íslenskum aðilum.
Heildarfjárfestingin í húsi og tækjum nemur á bilinu 4 til 5 milljörðum króna, en framkvæmdartíminn hefur verið um ár.
„Allar lífvarnir eru fyrsta flokks og fiskurinn fer ofurkældur frá okkur sem tryggir hæstu gæði á vörunni,“ segir í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins.
Heimild: Mbl.is