F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Bætt aðgengi við biðstöðvar Strætó 2023, útboð 15915
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verkefnið felst í endurbætum á biðstöðvum strætó í Reykjavík. Megin hluti verkefnisins felst í að færa ruslastampa eða fjarlægja ruslatunnur, færa skiltastaura strætó og útbúa leiðilínur frá strætóskýlum að götukanti.
Verkið felst aðalega í eftirfarandi:
• Færslu á ruslastömpum og skiltastaurum strætó á biðstöðvum.
• Uppgreftri fyrir götu- og gangstéttastæðum.
• Fullnaðarfrágangi kantsteins auk gangstéttaryfirborða þar sem það á við.
• Rif og förgun á malbiki, steyptri stétt, hellum, kantsteini, ruslastömpum, staurum og biðskýlum þar sem það á við
• Frágangi á viðvörunarhellum og leiðilínum við biðstöðvar Strætó þar sem það á við
• Yfirborðsfrágangi við biðstöðvar Strætó þar sem það á við.
• Rifi á núverandi grágrýtiskantsteini, hreinsun, lageringu og endurlögn á hluta af grágrýtiskantsteini við biðstöð á Snorrabraut
• Fullnaðarfrágangi fyllinga undir ný gangstéttastæði.
• Færsla og enduruppsetningu á núverandi strætóskýlum þar sem það á við.
• Uppsetning nýrra strætóskýla þar sem það á við.
Helstu magntölur eru:
• Uppgröftur 195 m3
• Fyllingar 195 m3
• Vélsteyptur kantsteinn 130 m
• Hellulögn 430 m3
• Grasþökur 160 m2
• Ruslastampar 25 stk
• Tilfærsla á tímatöflustaurum 24 stk
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00 þann 10. október 2023. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00 þann 24. október 2023.