Forstjóri Heimstaden AB fagnar því að verið sé að flýta fyrir brottför af íslenska markaðnum en virði eignasafnsins á Íslandi er 75 milljarðar.
Stjórn sænska fasteignafélagsins Heimstaden AB samþykkti í dag að selja Heimstaden ehf., áður Heimavellir, til Fredensborg AS.
Heimstaden AB keypti allt hlutafé í Heimstaden ehf. af Fredensborg ICE ehf. á 24,9 milljarða króna árið 2021 en kaupverðið í dag er hátt í 30 milljarðar.
Heimstaden AB áætlar að fjárfestingin afi skilað þeim um 18% árlegri ávöxtun í heildina.
Fredensborg AS er stærsti hluthafi Heimstaden AB en samkvæmt tilkynningu er reiknað með því að kaupin verði kláruð fyrir lok mánaðar.
Í tilkynningu félagsins til sænsku kauphallarinnar segir að Heimstaden ehf. sé stærsta fasteignafélag íbúðarhúsnæðis á Íslandi með 1.625 íbúðir, aðallega á höfuðborgarsvæðinu.
Virði fasteignasafnsins var um 75,4 milljarðar króna í lok júní síðastliðnum.
„Sala á eignasafni Heimstaden á Íslandi býður upp á tækifæri til að flýta fyrir brottflutningi okkar af íslenska markaðnum,“ segir Helge Krogsbøl forstjóri Heimstaden AB í Kauphallartilkynningu.
Samkvæmt tilkynningu þarf félagið að greiða 18,7 milljarða króna við undirritun kaupsamnings en mun síðar þurfa greiða um 10,9 til 12,1 milljarða aukalega.
Heimild: Vb.is