Home Fréttir Í fréttum Eina tilboðið langt yfir áætlun

Eina tilboðið langt yfir áætlun

256
0
Mögulegt útlit mannvirkisins yfir Sæbraut. Teikning/Gláma/KÍM

Aðeins barst eitt til­boð í sam­setn­ingu og upp­setn­ingu fær­an­legr­ar göngu- og hjóla­brú­ar yfir Sæ­braut við Snekkju­vog/​Trana­vog. Það var langt yfir kostnaðaráætl­un eða sem nam 166 millj­ón­um króna.

<>

Fyrr á þessu ári voru boðnar út um­ferðar­um­bæt­ur á gatna­mót­um Sæ­braut­ar/​Klepps­mýr­ar­veg­ar. Þá barst einnig aðeins eitt til­boð og það var sömu­leiðis vel yfir kostnaðaráætl­un.

Til­boð í göngu­brúna voru opnuð síðastliðinn þriðju­dag hjá Vega­gerðinni. Eina til­boðið sem barst var frá Eykt ehf. Reykja­vík og og hljóðaði upp á tæp­ar 379 millj­ón­ir króna. Er það 78% yfir áætluðum verk­taka­kostnaði, sem var var 212,6 millj­ón­ir. Til­boðið verður nú vegið og metið hjá Vega­gerðinni.

Nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is