Home Fréttir Í fréttum Gömlum náðhúsum breytt í þjónusturými

Gömlum náðhúsum breytt í þjónusturými

58
0
Hér má sjá teikningu af fyrirhugaðri breytingu.

Gömlu náðhús­in und­ir kirkjutröpp­un­um við Ak­ur­eyr­ar­kirkju munu fá nýtt hlut­verk í framtíðinni.

<>

Marg­ir eldri Ak­ur­eyr­ing­ar og aðkomu­menn muna eft­ir náðhús­un­um, steinsnar frá Hót­el KEA.

Í maí 2022 keypti fast­eigna­fé­lagið Reg­inn af Ak­ur­eyr­ar­bæ gömlu náðhús­in, með þeim skil­yrðum að gerðar yrðu end­ur­bæt­ur á tröpp­un­um þar fyr­ir ofan. Kirkjutröpp­urn­ar yrðu rifn­ar og þær end­ur­steypt­ar og upp­færðar með nýrri lýs­ingu, snjó­bræðslu og nýj­um granít­steini.

Fram kem­ur á vef Reg­ins að sam­hliða þessu verk­efni hafi Reg­inn í sam­starfi við AVH skoðað framtíðarnotk­un á gömlu náðhús­un­um und­ir tröpp­un­um. Hug­mynd­ir um skemmti­leg versl­un­ar- og þjón­ustu­rými með mögu­leg tengsl við KEA hafa verið til skoðunar, en Reg­inn á hús­næðið sem hýs­ir Hót­el KEA. Horft hef­ur verið til þess að byggja viðbygg­ingu sem vinni sam­an með um­hverf­inu í kring og dragi ekki úr ásýnd trapp­anna.

End­ur­bæt­ur á kirkjutröpp­un­um hóf­ust í byrj­un júlí og verklok eru áætluð 15. októ­ber.

Heimild: Mbl.is