Home Fréttir Í fréttum Gylfi og Alexandra selja lóðina við Máva­nes

Gylfi og Alexandra selja lóðina við Máva­nes

90
0
Lóðin við Mávanes og Gylfi og Alexandra á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd: Samsett

Hjónin Gylfi Þór Sigurðs­son og Alexandra Helga Ívars­dóttir keyptu lóðina árið 2020.

<>

Knatt­spyrnu­maðurinn Gylfi Þór Sigurðs­son og Alexandra Helga Ívars­dóttir hafa sett lóð sína við Máva­nes 5 á Arnar­nesinu í Garða­bæ á sölu.

Um 1.400 fer­metra lóð með út­sýni yfir Arnar­nes­voginn og Sjá­lands­hverfið í Garða­bæ. Heimilt er að byggja 600 fer­metra hús á lóðinni.

Hjónin keyptu lóðina í júlí 2020 og var kaup­verðið 140 milljónir króna.

Lóðin snýr í suður og með útsýni yfir Arnar­nes­voginn og Sjá­lands­hverfið í Garða­bæ. © Borg fasteignasala (BORG)

Sam­kvæmt heimildum Við­skipta­blaðsins er verið að leita eftir kaup­verði upp undir 250 milljónum króna fyrir lóðina í dag.

Heimild: Vb.is