Home Fréttir Í fréttum Í­búar ó­sáttir við grjót­haug á stærð við í­búðar­hús

Í­búar ó­sáttir við grjót­haug á stærð við í­búðar­hús

160
0
Eins og sjá má er grjóthrúgan ofan í nærliggjandi fjölbýlishúsi. VÍSIR/VILHELM

Í­búar í Selja­hverfi í Reykja­vík eru ó­sáttir við grjót­haug sem safnast hefur upp á horni Álfa­bakka og Ár­skóga í hverfinu vegna fram­kvæmda. For­maður í­búa­ráðs bíður svara frá um­hverfis-og skipu­lags­ráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi.

<>

„Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafn­hátt og ný­byggð í­búða­blokk,“ skrifar íbúi sem vekur at­hygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breið­holti á í­búa­hópi Selja­hverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir fram­kvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garð­heima auk nýrra hjóla­stíga.

Sara Björg Sigurðar­dóttir, for­maður í­búa­ráðs Breið­holts, segir í sam­tali við Vísi að hún hafi óskað eftir út­tekt frá um­hverfis-og skipu­lags­sviði borgarinnar. Sviðið sendi eftir­lits­menn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niður­stöður í hendurnar.

Hún segist skilja vel ó­á­nægju íbúa vegna haugsins en í­búar hafa meðal annars nefnt að tölu­vert sand­fok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niður­stöður um­hverfis­sviðs liggja fyrir.

Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa.
VÍSIR/VILHELM

ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.

„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.

„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“

Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu.

„Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur.

„Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“

Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR.

Heimild: Visir.is