Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við stærra hjúkrunarheimili við Nesvelli hafnar

Framkvæmdir við stærra hjúkrunarheimili við Nesvelli hafnar

181
0
Séð yfir framkvæmdasvæðið við Nesvelli nú í vikunni. Jarðvinna kominn vel áleiðis. VF/Hilmar Bragi

Framkvæmdir vegna stækkunar hjúkrunarheimilis Hrafnistu í Reykjanesbæ eru hafnar. Jarðvinna stendur nú yfir og vinnur Ellert Skúlason ehf. að verkefninu. Skóflustunga var tekin í maí í fyrra og skrifað undir samning um uppbygginguna, sem þá átti að vera 60 rýma hjúkrunarheimili.

<>

Í desember náðust svo samningar milli heilbrigðisráðuneytisins og Reykjanesbæjar um viðauka við samninginn sem fjölgaði hjúkrunarrýmum úr 60 í 80. Þar með hækkar nýbyggingin úr þremur hæðum í fjórar. Kostnaður við framkvæmdina skiptist þannig að ríkið greiðir 85% og Reykjanesbær 15%.

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Betsý Ásta Stefánsdóttir, formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, og Guðrún Eyjólfsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum, tóku fyrstu skóflustunguna í maí 2022. VF/pket

Nýtt hjúkrunarheimili við Nesvelli leysir Hlévang, eldra heimili í Keflavík, af hólmi. Þá tryggir staðsetning á Nesvöllum góða samnýtingu og hagræðingu. Hjúkrunarheimilið á Nesvöllum opnaði 14. mars 2014 og leysti þá af hólmi Garðvang í Garði.

Heimild: VF.is