Home Í fréttum Niðurstöður útboða Hagnaður ÞG Verks fjórfaldast

Hagnaður ÞG Verks fjórfaldast

341
0
ÞG Verk var stofnað árið 1998 af Þorvaldi Gissurarsyni sem er enn þann dag í dag forstjóri og eigandi félagsins. Ljósmynd: BIG

ÞG Verk, eitt stærsta verktakafyrirtæki landsins, hagnaðist um 453 milljónir króna á síðasta ári.

<>

Tekjur eins stærsta byggingaverktakafyrirtækis landsins, ÞG Verks, námu 13,7 milljörðum króna í fyrra og hækkuðu um 5 milljarða á milli ára eða um 57%.

Hagnaður ársins nam 453 milljónum króna sem er fjórfalt meira en í fyrra þegar hann nam 112 milljónum króna.

Eigið fé félagsins nam 3,1 milljörðum króna í árslok 2022. Stjórn félagsins leggur til við aðalfund að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 200 milljónir króna á árinu 2023.

Forstjóri og eigandi félagsins er Þorvaldur Gissurarson, sem stofnaði félagið árið 1998.

Mynd: Vb.is

Heimild: Vb.is