Í vikunni var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Um er að ræða endurinnréttingu fyrstu hæðar skólans sem verður í höndum E. Sigurðsson ehf. sem var lægstbjóðandi í verkið og felur meðal annars í sér endurnýjun á bæði almennum kennslustofum og þeim sem ætlaðar eru fyrir sérkennslu, geymslum og aðstöðu fyrir starfsfólk mötuneytis. Þá verður loftræstikerfi hæðarinnar endurnýjað og áhersla lögð á góða hljóðvist.
Samningur var einnig undirritaður við fyrirtækið Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. sem var lægstbjóðandi um endurnýjun glugga á báðum hæðum Kvíslarskóla. Gluggar á fyrstu hæð verða síkkaðir og felur verkið einnig í sér endurnýjun á dyrum og neyðarútgöngum á annarri hæð.
Verkefnin hefjast strax og er gert ráð fyrir verklokum í október samkvæmt verkáætlunum.
Heimild:Mosfellsbær.is