Home Fréttir Í fréttum Kannast ekki við fullyrðingar Benedikts

Kannast ekki við fullyrðingar Benedikts

192
0
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk. mbl.is/Árni Sæberg

Þor­vald­ur H Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG verks, verk­tak­ans sem hafði veg og vanda að brú­ar­smíði yfir Jök­ulsá á Sól­heimas­andi seg­ir að til­tekt hafi þegar farið fram við brúna en málið verði kannað bet­ur eft­ir um­kvart­an­ir land­eig­enda á Sól­heimas­andi. Hann kann­ast ekki við að hafa boðið Bene­dikt Braga­syni, fram­kvæmda­stjóra land­eig­enda, bæt­ur og seg­ir af og frá að mótatimbri hafi verið hent vís­vit­andi í jök­ulána.

<>

Fram kom í máli Bene­dikts Braga­son­ar, fram­kvæmda­stjóra land­eig­anda á svæðinu að hann telji frá­gang­inn slæm­an. Seg­ir hann brak úr brúnni liggja á víð og dreifð auk þess sem mótatimbri hafi verið verið hent í ána sem hann hafi fjar­lægt. Þá hafi einnig verið verið steypt plan sem ekk­ert leyfi hafi verið fyr­ir. Eins sagði hann að verktaki hafi boðið hon­um pen­inga­greiðslu í bæt­ur.

Land­eig­end­ur hafa kvartað und­an um­gengni eft­ir brú­ar­smíðina

Ekki sann­ar full­yrðing­ar
„Ég hef aldrei hringt í Bene­dikt og aldrei boðið ein­um eða nein­um bæt­ur. Ég kann­ast ekki nokk­urn skapaðan hlut við full­yrðing­ar um bóta­greiðslur. Enda eru þær ekki sann­ar,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Hann seg­ir af og frá að verðmætu mótatimbri hafi verið hent vilj­andi í ána þó sá mögu­leiki sé fyr­ir hendi að „ein­hverj­ar spýt­ur“ hafi lent þar.

„Að sjálf­sögðu er und­ir­slætti brú­ar­inn­ar ekki hent út í á. Ég held að þetta hljóti að byggja á ein­hverj­um mis­skiln­ingi,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Bregðast við ef þurfa þykir
Hann seg­ir þó að brugðist verði við at­huga­semd­um land­eig­enda og málið at­hugað. Í því skyni verður starfsmaður send­ur á svæðið eft­ir helgi.

„Ef að staðan er sú að eitt­hvað sé van­gert eða ógert og til­heyri okk­ur þá mun­um við að sjálf­sögðu bregðast við og tryggja það að skil á þessi svæði verði til fyr­ir­mynd­ar. Þá með því að hreinsa til allt það sem til­heyr­ir brú­ar­verk­inu,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Brú­in var tek­in í gagnið í októ­ber á síðasta ári. Tölvu­mynd/​Verkís

Plan lagt í góðri trú
Hann seg­ir að steypt plan sem enn er á svæðinu hafa verið lagt í góðri trú. BM vallá lagði planið og var í sam­starfi við ÞG verk við brú­ar­smíðina.

„Ég veit til þess að BM vallá taldi sig vera búið að semja við land­eig­anda. En síðan kom það upp að það væri ein­hverj­um mál­um blandið hver var raun­veru­leg­ur land­eig­andi á því svæði sem að planið stóð.

BM vallá taldi sig hafa samið við þann land­eig­anda sem var eig­andi sam­kvæmt korta­grunni. Svo virðist það hafa verið mál­um blandið og menn þurftu að semja við ann­an land­eig­enda. Skýr­ing­arn­ar eru því mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar í korta­grunn­um á svæðinu,“ seg­ir Þor­vald­ur og bæt­ir því við að planið verði fjar­lægt.

Heimild: Mbl.is