Félagsbústaðir bjóða út byggingu íbúðakjarna fyrir fatlaða við Brekknaás 6 í Reykjavík, við jaðar sunnanverðs Seláshverfis. Kjarninn er fullhannaður með þarfir íbúa í huga.
Húsið verður 670 fermetrar að stærð með 6 íbúðum, ásamt aðstöðu vegna þjónustu við íbúa. Húsið er á einni hæð og er blanda af staðsteyptu- og timburgrindarhúsi með sperruþaki úr timbri.
Verkefnið felur einnig í sér allan lóðafrágang; snjóbræðslu í gangstíga, bílastæði, sérafnotareiti og sameiginlegan garð. Hönnun hússins var í höndum Stiku teiknistofu ásamt Birtu Fróðadóttur arkítekt.
Kynningarfundur fyrir áhugasama bjóðendur verður haldinn mánudaginn 22. maí 2023, í húsakynnum Félagsbústaða að Þönglabakka 4, kl. 16:00-17:00.
Fyrir þá verktaka sem ekki hafa tök á að mæta á staðinn er hægt að óska eftir að vera með á Teams með því að senda tölvupóst á eythor@felagsbustadir.is