F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Gufunes 1. áfangi – Yfirborðsfrágangur í Jöfursbási, útboð nr. 15824
Lauslegt yfirlit yfir verkið:
Verkið felst í að ljúka yfirborðsfrágangi Jöfursbáss í Gufunesi.
Verkið innifelur lagfæringar núverandi yfirborðs undir hellulögn og malbikun, malbikun götunnar, fyllingar í gangstéttar, steinlögn á bílastæði og hellu- og steinlögn í gangstéttir og upphækkuð svæði kringum gönguþveranir, ásamt þökulögn og sáningu í fláa meðfram gangstétt. Hækkar þarf upp niðurföll, brunna og spindla og ganga frá í yfirborði. Umferðarmerki og yfirborðsmerkingar tilheyra verkinu. Jarðvegsskipta þarf fyrir fleiri bílastæðum innst í Jöfursbási. Gera þarf tvö ný niðurföll og tengja við núverandi regnvatnslögn. Gerð ofanvatnsrásar með trjá- og runnabeði í miðsvæði götu. Borgarlýsing götu ásamt ídráttarrörum, mæli- og tengiskáp og heimtaug fyrir hleðslustaura rafbíla.
Helstu magntölur:
Burðar og styrktarlög: 1000 m³
Malbikun: 8100 m²
Hellu- og steinlagnir 8000 m²
Kantsteinar 800 m
Tré og stálrammar 46 stk.
Umferðarmerki 45 stk.
Jarðvírar 1300 m
Jarðstrengir 750 m
Ídráttarrör 2500 m
Ljósastaurar 23 stk.
Verklok: 30. nóvember 2023.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 17:00 þann 10. maí 2023. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:30 þann 25. maí 2023.