Opnun tilboða 2. maí 2023. Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar óskaði eftir tilboðum í framkvæmdir við Sundabakka í Ísafjarðarhöfn.
Helstu verkþættir eru:
- Steypa upp 2 stk. rafbúnaðarhús og 4 stk. stöpla undir ljósamöstur, 4 stk tengibrunna
fyrir tengla og vatnshana og 2 stk tengibrunna fyrir skipatengingar - Leggja ídráttarrör fyrir rafmagn
- Leggja vatnslögn og koma fyrir vatnsbrunnum
- Grófjafna yfirborð og þjappa, fínjafna síðan undir steypu.
- Slá upp mótum, járnbinda og steypa þekju, alls um 6.300 m²
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2024.