Home Fréttir Í fréttum Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnar 15. maí næstkomandi

Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnar 15. maí næstkomandi

272
0
Framkvæmdir eru í fullum gangi. Mynd: Róbert D. Jónsson.

Nýtt og endurbætt Hótel Blönduós opnar 15. maí næstkomandi og af því tilefni er boðið upp á glæsilegt opnunartilboð ef bókuð er gisting dagana 15. maí til 7. júní.

<>

Innifalið í tilboðinu er gisting fyrir tvo í eina nótt, morgunverður, fordrykkur og tveggja rétta kvöldverður á 29.900 krónur. Þróunarfélaga í eigu Reynis Grétarsson og Bjarna Gauks Sigurðsson keyptu hótelið í fyrra og hafa framkvæmdir staðið yfir á húsnæðinu síðan þá.

Hótelið, sem áður hét Hótel Blanda, hefur ekki verið í rekstri undanfarin misseri en eignarhaldsfélag sem átti húsið var úrskurðað gjaldþrota fyrir um tveimur árum síðan. Opnun hótelsins verður mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Húnabyggð. Hótel Blönduós er á Aðalgötu 6 í gamla bænum á Blönduósi.

Heimild: Huni.is