Home Fréttir Í fréttum Ljóst að Fossvogsbrú verður talsvert dýrari

Ljóst að Fossvogsbrú verður talsvert dýrari

234
0
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, segir nýja kostnaðaráætlun Fossvogsbrúar ekki liggja fyrir. Samsett mynd

Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri Sam­gangna ohf., seg­ir að tveggja ára göm­ul tala um áætlaðan kostnað Foss­vogs­brú­ar sé ekki leng­ur í gildi og ljóst sé að brú­in verði tals­vert dýr­ari.

<>

Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, að hann hafi fengið þau svör frá um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur í des­em­ber að kostnaður brú­ar­inn­ar gæti numið 2,2 millj­örðum króna.

Tel­ur Kjart­an aug­ljóst að um van­mat sé að ræða og að kostnaður­inn verði frá fimm til sjö millj­örðum króna.

„Síðan þessi áætl­un var gerð hef­ur verðlag auðvitað hækkað mjög mikið. Inn­rás Rússa í Úkraínu hef­ur hækkað verð á stáli og steypu sem er mik­il­vægt bygg­ing­ar­efni í brúna, þannig að það er ljóst að hún verður tals­vert dýr­ari,“ seg­ir Davíð í sam­tali við mbl.is.

Nýj­ar töl­ur liggja ekki fyr­ir

Bend­ir hann á að gild­andi kostnaðaráætl­un hafi verið gerð árið 2021 en Betri sam­göng­um hafi í mars þessa árs verið falið að upp­færa all­ar áætlan­ir sem tengj­ast Sam­göngusátt­mál­an­um. Því liggi eng­ar nýj­ar töl­ur fyr­ir um kostnað Foss­vogs­brú­ar.

„Það er allt í skoðun núna og verður í skoðun næstu vik­ur og mánuði. En á end­an­um eru það stjórn­völd sem ákveða hvernig mann­virki þau vilja og hvað þau kosta þá.

Ég hef ekki heyrt þess­ar töl­ur sem Kjart­an nefn­ir en það er al­veg ljóst að tveggja ára gaml­ar töl­ur, fyr­ir þess­ar hækk­an­ir, eru aug­ljós­lega ekki leng­ur í gildi, en það eru eng­ar nýj­ar töl­ur til­bún­ar og þær verða ekki til­bún­ar fyrr en í vor.“

Gert er ráð fyr­ir um­ferð gang­andi og hjólandi og borg­ar­línu í miðjunni. Skjá­skot/​Alda

Eng­ar sér­stak­ar áhyggj­ur af brúnni

Betri sam­göng­ur munu skila sín­um til­lög­um í lok maí til rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna sem hafa, að sögn Davíðs, ákveðið að nota júní til þess að taka loka­ákvörðun um upp­færslu á Sam­göngusátt­mál­an­um.

„Það kem­ur óvart að það sé bara verið að spyrja um Foss­vogs­brúna af því að hún er ein af fjöl­mörg­um verk­efn­um sem við erum að vinna að og upp­færa áætlan­ir um. Ég myndi ekki hafa ein­hverj­ar sér­stak­ar áhyggj­ur af henni um­fram aðrar áætlan­ir sem við erum að vinna að,“ seg­ir Davíð að lok­um.

Heimild: Mbl.is