Home Fréttir Í fréttum Vill hanna fallegasta hótel í heiminum á Íslandi

Vill hanna fallegasta hótel í heiminum á Íslandi

179
0
Philippe Starck á hóteli Ólafs að rissa upp hugmyndir að hóteli. Mynd: Mbl.is

Phil­ippe Starck, einn vin­sæl­asti hönnuður sam­tím­ans sem marg­ir kann­ast við vegna hönn­un­ar hans á heim­ilis­tækj­um, hús­gögn­um og bygg­ing­um, sæk­ist nú eft­ir því að hanna hót­el við sjáv­ar­síðuna á Íslandi.

<>

Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Sig­urðsson, eig­andi og hót­el­stjóri 360 Bout­ique Hotel, í sam­tali við Morg­un­blaðið en hann aðstoðar Starck við að leita að réttu staðsetn­ing­unni fyr­ir hót­elið.

Ólaf­ur seg­ist hafa kynnst Starck þegar hann ætlaði að byggja viðbygg­ingu við hót­elið sitt á Suður­landi. „Eins og Íslend­ing­ar eru þá óð ég bara beint í að hafa sam­band við hann sjálf­an.

Hann var ekk­ert hrif­inn af því að end­ur­hanna eitt­hvað sem var búið að byggja en svo hafði hann áhuga á að koma til Íslands.“ Í kjöl­farið heim­sótti Starck hót­elið sem Ólaf­ur rek­ur og dvaldi þar í októ­ber.

Að sögn Ólafs varð þeim fljótt vel til vina. „Þá kynnt­umst við og hann er svo hóg­vær og skemmti­leg­ur og mik­ill karakt­er. Við smull­um bara sam­an og hann sagðist vilja hanna hót­el við sjó­inn.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is