Home Fréttir Í fréttum Þjóðgarðsmiðstöð vígð á Hellissandi í dag

Þjóðgarðsmiðstöð vígð á Hellissandi í dag

114
0
Miðstöðin sem vígð er í dag.

Ný og glæsileg þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsþjóðgarðs á Hellissandi verður vígð í dag, en hugmyndir að smíði hennar má rekja allt aftur til 2006.

<>

„Góðir hlutir gerast hægt,“ segir í tilkynningu frá Framkvæmdasýslu – Ríkiseignum. Fyrsta skóflustunga var tekin 2016 en í útboði 2019 var engu tilboði tekið.

Í alútboði 2020 hreppti fyrirtækið Húsheild loks verkið og gengu framkvæmdir vel. Húsið er hannað af Arkís og er alls 710 fermetrar.

Heimild: Frettabladid.is