Home Fréttir Í fréttum Tveggja ára skilorðsbundinn dómur og 283 milljóna króna sekt

Tveggja ára skilorðsbundinn dómur og 283 milljóna króna sekt

164
0
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. VÍSIR/VILHELM

Kaare Nordbö, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Concretum, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra.

<>

Kaare sem er norskur karlmaður á sextugsaldri játaði meiriháttarbrot gegn skattalögum í rekstri Concretum með því að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti upp á rúmlega 140 milljónir árið 2019.

Kaare játaði brot sitt skýlaust. Hann hafði samkvæmt sakarvottorði ekki áður gerst sekur um refsivert brot. Hann var dæmdur til að greiða 283 milljónir króna í sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna.

Fram kom í Lögbirtingablaðinu árið 2021 að Concretum Iceland hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 219 milljónum króna. Fram kom í DV að aðeins hefðu fengist tæpar sjö milljónir upp í kröfur.

Heimild: Visir.is