Home Fréttir Í fréttum Halldóra ráðin framkvæmdastjóri Nordic

Halldóra ráðin framkvæmdastjóri Nordic

272
0
Hallgrímur Þór og Halldóra. Ljósmynd/Aðsend

Hall­dóra Víf­ils­dótt­ir hef­ur verið ráðin í stöðu fram­kvæmda­stjóra Nordic – Office of Architect­ure á Íslandi og mun hún hefja störf í fe­brú­ar 2023.

<>

Nordic, áður Arkþing, er ein af stærstu teikni­stof­um lands­ins og er hluti af nor­rænu teikni­stof­unni Nordic – Office of Architect­ure sem er ein stærsta arki­tekta­stof­an á Norður­lönd­un­um.

Hall­dóra tek­ur við af Hall­grími Þór Sig­urðssyni sem mun nú ein­beita sér að hönn­un og verk­efna­stjórn­un á stof­unni.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Hall­dóra út­skrifaðist með meist­ara­gráðu í arki­tekt­úr frá Tækni­há­skól­an­um í Hels­inki árið 1997.

Síðustu ár hef­ur hún starfað sem verk­efna­stjóri Aust­ur­bakka, ný­bygg­ing­ar Lands­bank­ans, en sú fram­kvæmd er nú á loka­metr­un­um.

Hjá Nordic á Íslandi starfa nú 50 sér­fræðing­ar en í heild­ina er starfs­fólk um 300 tals­ins í skrif­stof­um fyr­ir­tæk­is­ins í Osló, Kaup­manna­höfn og Reykja­vík.

Heimild: Mbl.is