Gert er ráð fyrir tæplega 40 íbúðum af ýmsum stærðum og gerðum í nýju íbúðahverfi í Stykkishólmi sem nefnist Víkurhverfi.
Framkvæmdir þar við gatnagerð eiga að hefjast á nýju ári en að brjóta nýtt land undir íbúðabyggð er viðbragð sveitarfélagsins við fjölgun íbúa og fyrirliggjandi þörf á byggingarlóðum samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins, segir Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri í samtali við Morgunblaðið.
Íbúum hefur fjölgað um 46 á tveimur árum
Íbúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólms og Helgafellssveitar eru skv. nýjustu tölum nú orðnir 1.308, en íbúum hefur fjölgað á tveimur árum um 46. Slíkt kallar á margvíslega innviðauppbyggingu og þróun ýmissa verkefna.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is