TikTok notandi náði afar spennandi myndbandi af eftirför lögreglu í Vestubæ Reykjavíkur en ekki er vitað hvenær það var tekið. Endaði sá sem lögreglan elti með bifreiðina ofan í húsagrunni.
Myndskeið af æsilegri eftirför lögreglu hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok en það var tekið af vegfaranda sem varð vitni að látunum. Í myndbandinu sést hvar einstaklingur sést flýja lögreglu á sendibíl sem vitnið segir vera á „sprungnu dekki á 100 kílómetra hraða.“ Endar eftirförin á því að ökumaður sendibílsins keyrir inn á byggingarsvæði og stöðvar bílinn hálfur ofan í húsagrunni.
@teddi.wilson #GTA #theft #fyrirþig #lögreglan #löggan #kukur #fyp #love #lol #hahah #uglycar #foryouforyou #dadada #dadadad
„Slökktu á bílnum!“ heyrist lögreglan öskra að ökumanninum en ekki sést á myndskeiðinu hvort hann hlýði þeirri skipun en einhversskonar pattstaða virðist hafa skapast um tíma þegar þarna var komið við sögu. Eitthvað fannst myndatökumanninum pattstaðan taka langan tíma og segir „hann er sjálfsagt að fá sér vindil bara“ og átti þá við ökumanninn.
Sjón er sögu ríkari:
Heimild: Mannlif.is