Home Fréttir Í fréttum Flýja Valhöll vegna framkvæmda

Flýja Valhöll vegna framkvæmda

169
0
Frá athafnasvæðinu við Valhöll. Fréttablaðið/ERNIR

For­kólfar Ríkis­kaupa leita nú að nýju hús­næði fyrir starf­semi Heyrnar- og tal­meina­stöðvar Ís­lands.

<>

Heyrnarog tal­meina­stöð hefur hefur verið til húsa í Val­höll við Háa­leitis­braut í á fimmta ára­tug sem hentar starf­seminni ekki lengur.

„Að­staðan þar hefur verið ó­full­nægjandi um skeið og nánast ó­not­hæf undan­farin misseri vegna fram­kvæmda á lóð, að­gengis­mála og þrengsla,“ segir í til­kynningu hins opin­bera sem leitar að allt að 850 fer­metra að­stöðu fyrir stöðina.

Hátt í tuttugu þúsund manns treysta á þjónustu stofnunarinnar, sem skráir ár­lega um 23 þúsund sam­skipti við þjónustu­þega sína sem glíma ýmist við mikla eða al­gera heyrnar­skerðingu, eða eiga örðugt með tal.

„Nú er leitað að nú­tíma­legu hús­næði fyrir stöðina,“ segir í til­kynningunni og bent á að starf­semi stöðvarinnar felist meðal annars í heyrnar­mælingum „og er hljóð­vist og kröfur til innri rýma því ítar­legri og meiri en ef um al­mennt skrif­stofu­hús­næði væri að ræða.“

Á lóð Val­hallar er í byggingu 5.000 fer­metra hús á nokkrum hæðum sem rýma á tæp­lega 50 í­búðir og skríf­stofur.

Heimild: Frettabladid.is