Home Fréttir Í fréttum Skiptum lokið eftir sex ár – 984 milljón króna gjaldþrot eins elsta...

Skiptum lokið eftir sex ár – 984 milljón króna gjaldþrot eins elsta verktakafyrirtækis landsins

339
0
Mynd: Eyþór Árnason

Skiptum er lokið í verktakafyrirtæknu Sveinbjörn Sigurðsson hf., betur þekkt sem SS verktaki.

<>

Fyrirtækið hafði verið starfrækt í meira en sjötíu ár þegar það var úrskurðað gjaldþrota í mars árið 2016 og var því eitt elsta starfandi byggingaverktakafyrirtæki landsins.

Sveinbjörn Sigurðsson byggingameistari stofnaði fyrirtækið árið 1942, en SS verktaki kom meðal annars að byggingu Dvalarheimilis aldraðra sjómanna við Hrafnistu, Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal auk Borgarleikhússins.

Sveinbjörn, stofnandi félagsins, dró sig í hlé árið 1990 en þrír synir hans tóku þá við rekstri SS verktaka en mikill rekstrarvandi knúði fyrirtækið loks í þrot.

Skiptalokin voru auglýst í Lögbirtingablaðinu í morgun en þeim lauk þann 4. ágúst síðastliðinn.

Lýstar kröfur námu alls 984.543.935 krónum en ekki er gefið upp verðmæti þeirra eigna sem fannst í búinu.

Heimild: Dv.is