Á síðustu vikum hefur mjög dregið úr því að íbúðir seljist fyrir meira en ásett verð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem telur þetta merki um minni þrýsting og eftirspurn.
Slíkt leiði af hækkun stýrivaxta og öðrum aðgerðum sem Seðlabankinn hafi gripið til að undanförnu.
Hlutfall þeirra íbúða sem seldust á yfirverði í september sl. var 30,2% af hreyfingum á markaði í september borið saman við 46,6% í júlí.
Á höfuðborgarsvæðinu seldust 32,8% íbúða yfir ásettu verði en hlutfallið fór hæst í 65,3% í apríl. Í nágrannabyggðum á suðvesturhorni landsins er þróunin á sömu lund.
Heimild: Mbl.is